Svindlað á sushi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 10 stk Risarækjur
 • 1 stk AVAKADÓ
 • 2 msk Hrísgrjónaedik
 • 250 gr Blue Dragon sushi hrísgrjón
 • 1 dl BRAUÐMYLSNA
 • 400 ml Vatn
 • 1 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 400 gr LAX, eldislax, hrár
 • 1 stk GÚRKUR, hráar
 • 3 stk Blue Dragon Nori blöð

Aðferð:

 

ATH! Í þennan rétt þarf:

Olíu til djúpsteikingar

Soja sósu

Blue Dragon sushi engifer

Blue Dragon Wasabi

 

Skolið hrísgrjónin upp úr köldu vatni og sigtið vatnið vel frá. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt 400 ml af vatni og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið standa í 10 mínútur, bætið þá hrísgrjónaediki og sykri út í. Látið hrísgrjónin kólna við stofuhita.

Klippið Nori blöðin í hentugar stærðið og raðið á diska. Mótið hrísgrjónin með höndunu í litlar kúlur, best er að bleyta hendurnar upp úr köldu vatni svo að grjónin festist síður við þær, og setjið á Nori blöðin.

Raðið agúrkustrimlunum á helminginn af hrísgrjónakúlunum. Skerið laxinn í þunnar sneiðið og leggið ofan á agúrkuna. 

Raðið avókadóstrimlunum á afganginn af hrísgrjónakúlunum.

Léttþeytið eggin og setjið brauðmylsnuna í skál. Veltið rækjunum upp úr eggjunum og síðan brauðmylsnunni og djúpsteikjið í 2-3 mínútur eða þar til þær verða gullinbrúnar á lit. Raðið rækjunum ofan á avókadóið.

Berið fram með japanskri sojasósu, sushi engiferi og wasabi.

 

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 18 febrúar 2009.

Kaloríur 1292 65%
Sykur 4g 4%
Fita 16g 23%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Svindlað á sushi
Lion d
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Lion d'Or
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Gott með fiski, ljósu kjöti, kjúklingi og eftirréttum. Einnig gott sem fordrykkur.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér