Steikarsamloka með Bernaisesósu ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 stk paprika, grilluð krukka
 • 0.5 stk MAÍS, hrár
 • 400 gr NAUTAKJÖT, millifeitt, steikt
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 stk SALAT, Lambhaga-

Bernaisesósa með fáfnisgrasi:

 • 1 stk KJÚKLINGAKRAFTUR
 • 1.5 msk ESTRAGON, lauf
 • 0.5 tsk BERNAISSE ESSENSE
 • 6 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 100 gr SMJÖR

Karmelluseraður rauðlaukur:

 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LAUKUR, Rauð-
 • 1 msk BALSAM EDIK

Aðferð:

400 g nautafillet og ½ krukka The Hot Spot Mesquite Smoke chili marínering

Setjið saman í poka og látið liggja við stofuhita i 40 mínútur. Grillið kjötið í 10 mínútur á hvorri hlið eða eftir smekk.

 

Karmelluseraður rauðlaukur:

Steikið laukinn upp úr olíunni þar til laukirinn er orðinn mjúkur. Bætið balsamgljáanum út í og látið malla nokkra stund eða þar til laukurinn er notaður.

 

Bernaisesósa með fáfnisgrasi:

Bræðið smjörið í potti. Blandið saman eggjarauðurnar, kjúklingakraftinn og bernaise essence og hellið smjörinu varlega saman við. Setjið fáfnisgrasið út í og blandið í 30 sek.

 

4 stk maísbrauðsneiðar

Grillið þykkar maísbrauðsneiðar. Hellið örlítilli ólífuolíu yfir þær. Leggið salatblöðin ofan á ásamt maís, papriku og rauðlauknum. Skerið steikina í sneiðar og raðið ofan á og hellið sósunni yfir. Gott er að setja örlítið Maldons-salt yfir.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 18 júní 2009.

Kaloríur 509 25%
Sykur 1g 1%
Fita 45g 64%
Hörð fita 18g 90%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Steikarsamloka með Bernaisesósu og karmelliseruðum rauðlauk
Tommasi Crearo Allegrini
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Crearo Allegrini
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi Crearo "Super Venetian" er magnað vín frá Tommasi og það eina sem komist hefur í flokkinn Super Venetian sem er svipaður flokkur og Super...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér