Saltimbocca kjúklingur með kartö...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk PARMA, Hrá skinka
 • 600 ml HVÍTVÍN, millisætt
 • 800 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 30 gr SALVÍA
 • 1 msk SMJÖR
 • 1.5 stk KJÚKLINGAKRAFTUR

Kartöflumús með Canellini baunum:

 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 2 msk SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 50 ml DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, hrein

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 C. Fletjið bringurnar með kökukefli og skerið hverja bringu í tvo hluta. Raðið salvíulaufum ofan á og vefjið hverjum hluta inn í hráskinkusneið. Hitið olíu á pönnu og snöggsteikið bringurnar í mínútu á hvorri hlið og leggið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í ofninu í 20 mínútur.

Bræðið smjörið á pönnunni og steikið afganginn af salvíulaufunum út í ásamt kjúklingakraftinum. Hellið hvítvíninu út á og látið sjóða örstutta stund, lækkið þá hitann og látið malla þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Kryddið með salti og pipar

 

ATH! Í kartöflumúsina þarf 150 g af tilbúnum Cannellini baunum

 

Skerið kartöflurnar í minni bita og sjóðið. Skrælið kartöflurnar og setjið þær ásamt baununum í hrærivélaskál. Bætið mjólk og smjöri út í og hrærið. Saltið eftir smekk. Gætið þess að hræra ekki og lengi því þá getur kartöflumúsin orðið teygjanleg.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 11 mars 2009.

Kaloríur 530 26%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Saltimbocca kjúklingur með kartöflumús
Mezzacorona Trentino Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Mezzacorona Trentino Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Snilldarvín með pasta, lasagna og kjúklingaréttum af ýmsu tagi. Mezzacorona Merlot hefur glatt margan manninn í stórveislum og segir það ýmislegt...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér