Rósmarínlamb með rauðkálssultu
Uppskrift fyrir

Innihald:


Rauðkálssulta:

 • 300 gr RAUÐKÁL, hrátt
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.75 dl Edik, rauðvíns
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 100 gr PÚÐURSYKUR
 • 1 dl Vatn
 • 1 tsk SALT, borðsalt

Rósmarínlamb:

 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 800 gr LAMBAHRYGGUR, með fitu, hrár
 • 0.5 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 30 ml SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 30 gr RÓSMARÍN, grein
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 500 gr Strengjabaunir

Aðferð:

Rauðkálssulta

Steikið laukinn upp úr olíunni í u.þ.b 10 mínútur eða þar til að hann er mjúkur í gegn. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á hellunni. Bætið rauðkáli, sykri, rauðvínsediki, vatni út í og látið malla í 15 mínútur eða þar til sultan hefur þykknað örlítið. Bætið saltinu út í.

 

Rósmarínlamb

Í lambið þarf snæri til að festa rósmarín og börk af 1/2 sítrónu.

Hitið ofninn að 200°C. Festið rósmaríngreinarar á hrygginn með snærinu. Setjið hrygginn á smjörpappírsklædda ofnplötu , snúið fituhliðinni niður og kryddið með salti og pipar. Eldið í ofninum í tæpar 10 mínútur. Snúið þá fituhliðinni upp og eldið áfram í 10 mínútur. Takið hrygginn út, setjið álpappír yfir hann og látið standa í tæplega 5 mínútur

Setjið strengjabaunirnar í sjóðandi vatn í 2 mínútur og þaðan strax í ískalt vatn. Blandið afganginum af ólífuolíunni saman við hvítlaukinn, sykurinn, sítrónusafann og börkinn og hellið saman við strengjabaunirnar og kryddið með salti og pipar.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 15 apríl 2009.

Kaloríur 954 48%
Sykur 24g 27%
Fita 78g 111%
Hörð fita 32g 160%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Rósmarínlamb með rauðkálssultu
Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Reserva - Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem kemur skemmtileg á óvart. Hentar einstaklega vel með kjöti og þá sér í lagi grillmat. Þægilegt en jafnframt þétt vín með löngu eftirbragði....
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér