Fljótleg ostakaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 2 msk FLÓRSYKUR
  • 540 gr JÓGÚRT, hreint
  • 80 gr KEX, hveiti-/hafrakex
  • 250 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
  • 400 gr HINDBER
  • 20 gr MYNTA

Aðferð:

Hitið ofninn að 200°C. Myljið kexið á smjörpappírslagða ofnplötu og ristið í 2-3 mínútur. Hrærið saman rjómaostinn, jógúrtið og flórsykurinn. Setjið hluta af kexmulningnum í botninn á fallegu glasi og 1-2 matskeiðar af rjómaostablöndu ofan á og raðið hindberjum ofan á. Setjið svo kexmulning ofan á og rjómaostablöndu yfir og hindber þar ofan á og svo koll af kolli þar til hráefnið er uppurið. Fallegt er svo að skreyta með ferskum mintublöðum.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 26 febrúar 2009

Kaloríur 379 19%
Sykur 11g 12%
Fita 23g 33%
Hörð fita 13g 65%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fljótleg ostakaka
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér