Kjúklingur í mangó- og kókossósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk KJÚKLINGUR, læri, með skinni, hrátt
 • 400 gr MANGÓ CHUTNEY
 • 40 gr KÓKOSFLÖGUR
 • 4 stk KJÚKLINGUR, Leggir
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 100 ml SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 40 gr MÖNDLUR
 • 30 ml límónusafi (lime)

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Raðið kjúklingalærum- og leggjum í eldfast mót. Hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Stráið hvítlauknum og límónuberkinum ofan á kjúklinginn og pressið safann úr límónunni yfir. Smyrjið mango chutneyinu yfir og bakið í 45 mínútur. Berið fram með möndlum, kókos og sýrðum rjóma.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 13 maí 2009

Kaloríur 517 26%
Sykur 67g 74%
Fita 24g 34%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklingur í mangó- og kókossósu
Tommasi Crearo Allegrini
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Crearo Allegrini
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi Crearo "Super Venetian" er magnað vín frá Tommasi og það eina sem komist hefur í flokkinn Super Venetian sem er svipaður flokkur og Super...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér