Krydduð nautaspót með mintusósu ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 80 gr BRAUÐ, heilhveitibrauð
 • 0.75 tsk MÚSKAT
 • 1 msk KORIANDER
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 kg NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 100 gr HNETUR, jarðhnetur, saltaðar
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 msk cumin, kummin

Aðferð:

Í þennan rétt þarf 12 viðarspjót.

 

Látið viðarspjótin liggja í vatni í u.þ.b 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt nema nautahakkið í  matvinnsluvél og blandið saman. Bætið nautahakkinu og eggjunum út í. Búið til bollur úr hakkinu og þræðið þær upp á spjótin. Leggið spjótin á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 20 mínútur.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 25 mars 2009.

Kaloríur 708 35%
Sykur 0g 0%
Fita 47g 67%
Hörð fita 17g 85%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Krydduð nautaspót með mintusósu og agúrkusalati
Tommasi Amarone della Valpolicella Classico
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Amarone della Valpolicella Classico
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Hér er á ferðinni það besta frá Tommasi að margra mati. Magnþrungið vín sem hefur ótrúlega fjölbreytilegt bragð og sérkenni. Ferlið við víngerðina...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér