Spaghetti Carbonara
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 6 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 250 gr Beikon
 • 150 gr OSTUR, Parmesan-
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 30 gr STEINSELJA
 • 1 msk SMJÖR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 100 ml RJÓMI, matreiðslurjómi
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1.5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 400 gr Spaghetti

Aðferð:

Hitið ofninn í 200 C. Raðið beikonsneiðunum á ofngrind, gætið þess að hafa ofnskúffu undir svo að fitan af beikoninu leki ekki í botninn á ofninum. Bakið beikonið í 10 mín eða þar til að það er orðið stökkt. Með því að baka beikonið í ofninum rennur mesta fitan af því sem er algerlega óþörf í matinn.

Rífið niður parmesanostinn. Léttþeytið saman eggjarauðunum, rjómanum og helmingnum af parmesanostinum. Klippið eða skerið beikonið í bita.

Hitið vatn að suðu og bætið ólífuolíunni út í ásamt smá salti og sjóðið pastað “al dente”. Sigtið vatnið frá því. Bræðið smjörið í pottinum og léttsteikið hvítlaukinn. Bætið spaghettíinu út í og hellið eggjablöndunni saman við. Færið pottinn af hellunni og hrærið blönduna saman við spaghettíið. Setjið beikonbitana út í og kryddið með pipar. Setjið spaghettíið á fjóra diska, stráið parmesanosti og steinselju yfir.

 

Uppskrift fengin úr þáttunum Léttir Réttir Rikku, 17 mars 2009.

Kaloríur 948 47%
Sykur 0g 0%
Fita 42g 60%
Hörð fita 12g 60%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Spaghetti Carbonara
Campo Viejo Crianza
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Crianza
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Frábært Crianza frá einu vinsælasta vínræktarsvæði Spánar. Frábært með Tapas og ostum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér