Flap Jack (orkubiti)
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk APPELSÍNUSAFI, hreinn
 • 5 tsk Ávaxtasykur
 • 50 gr HNETUR, hesil-
 • 3 msk SÍRÓP, Hlyn-
 • 125 ml SPELTMJÖL, heilmalað
 • 125 ml RÚSÍNUR
 • 2 msk KÓKOSFEITI
 • 0.5 tsk KANILL
 • 250 ml HAFRAMJÖL
 • 55 gr EGG, hænuegg, hrá
 • 50 gr DÖÐLUR
 • 30 gr APRÍKÓSUR
 • 250 ml Haframúslí

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 170°C.
 • Setjið bökunarpappír í botninn á eldföstu, ferköntuðu formi, u.þ.b. 20 cm. á kant.
 • Látið muesli, haframjöl, spelti, hnetur, ávaxtasykur, döðlur, apríkósur og rúsínur saman í skál.
 • Hrærið saman eggi, hlynsírópi eða hunangi, kókosfeiti eða ólífuolíu, appelsínusafa og kanil.
 • Blandið eggjahrærunni vandlega saman við muesliblönduna og þrýstið blöndunni þétt ofan í formið. Ef blandan er of þurr, bætið þá smávegis í viðbót af appelsínusafa.
 • Bakið í um 25-30 mín. Kælið í um 10 mínútur og skerið í bita (um 3 x 3 cm) með beittum hnífi.
 • Setjið í plastbox.
 • Hægt er að frysta og geyma í allt að 3 mánuði. 

 • Hægt er að skipta hnetum út fyrir t.d. sesamfræjum, sólblómafræjum, graskersfræjum o.s.frv.
 • Það er rosa gott að taka eina og eina út úr frysti og skella í brauðristina eða bakaraofninn. Þær verða eins og nýbakaðar.
Uppskrift fengin af cafesigrun.com

 

Kaloríur 878 44%
Sykur 1g 1%
Fita 26g 37%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Flap Jack (orkubiti)
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér