Ofnbakaður Swahili fiskur með hn...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 msk sósa, Tamaris
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk ENGIFER
 • 3 stk Tómatar
 • 500 gr SKÖTUSELUR, hrár
 • 1 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 0.5 tsk KÓKOSFEITI
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk MANGÓÁVÖXTUR

Hnetusósa:

 • 0.5 tsk PAPRIKUDUFT
 • 1000 ml Vatn
 • 1 stk Tómatar
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 250 gr HNETUR, jarðhnetur

Aðferð:

 • Setjið smá kókosfeiti í eldhúspappír og strjúkið eldfasta mótið að innan.
 • Skerið fiskinn í stóra bita og setjið í eldfasta mótið. 
 • Blandið saman tamarisósu, hvítlauk og engiferi í skál.
 • Hellið tamarisósu, engiferi og hvítlauk yfir fiskinn.
 • Leyfið þessu að standa í um 30 mínútur ef tími er til.
 • Raðið paprikusneiðum, lauksneiðum og tómatsneiðum ofan á fiskinn.
 • Raðið mangosneiðum ofan á.
 • Saltið og piprið.
 • Hitið ofninn í 200°C og hitið í a.m.k. 20 mínútur.
 • Berið fram með hnetusósu
  • Skerið tómata og lauk í grófa bita.
  • Setjið lauk og tómat í pott ásamt 500 ml af vatni og látið sjóða í 5 mínútur.
  • Ef ekki er notað hnetusmjör skal mala hneturnar afar fínt og blanda svolitlu vatni saman við til að búa til mauk.
  • Bætið hnetusmjörinu eða möluðu hnetunum út í og hrærið vel.
  • Hitið að suðu án þess að brenni við, hrærið oft.
  • Notið töfrasprota (eða matvinnsluvél) til að mauka allt vel. Því mýkri sem sósan á að vera, þeim mun lengur skuluð þið mauka sósuna.
  • Bætið meira vatni saman við ef þið viljið hafa þynnri sósu.
  • Bætið papriku eða chilliduftinu saman við.
  • Saltið og piprið helling.
  • Berið fram heitt.
 • Gott er að mýkja laukinn aðeins á pönnu áður en hann er settur á fiskinn, hann verður sætari þannig.
Uppskrift fengin af cafesigrun.com

 

Kaloríur 450 22%
Sykur 0g 0%
Fita 29g 41%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ofnbakaður Swahili fiskur með hnetusósu
Chablis "La Larme d
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Chablis "La Larme d'or"
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Vínið hentar fullkomlega með góðum sjávarréttum og smellpassar t.d. með ostrum. Frábært Chablis vín sem er þægilegt í munni og einstaklega fylgið sér.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér