Gratineraður þorskur með bökuðum...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 60 gr OSTUR, blokkostur, 17% fita
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 400 gr PASTA, soðið
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 450 gr SPÍNAT, hrátt
 • 500 gr TÓMATAR, Kirsuberja
 • 600 gr ÞORSKUR

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 200 gráður.
 2. Skiptið þorskinum í skammtastærðir, og leggið á bökunarplötu með bökunarpappír.
 3. Kryddið með salti og pipar og leggið ostsneið ofan á hvern skammt.
 4. Skerið tómatana í tvennt og leggið við hliðina á fiskinum.
 5. Bakið fiskinn og tómatana í 12 mín, setjið á yfirhita (grill) síðustu tvær mínúturnar.
 6. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka. Bætið við spínatinu í pottinn og sjóðið síðustu þrjár mínúturnar.
 7. Sigtið spínatið og pastað og látið vatnið renna vel af því. Veltið upp úr ólífuolíunni. Kryddið með salti og pipar.

Þú getur notað frosið spínat.

Kaloríur 435 22%
Sykur 8g 9%
Fita 16g 23%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gratineraður þorskur með bökuðum tómötum
Mezzacorona Trentino Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Mezzacorona Trentino Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Snilldarvín með pasta, lasagna og kjúklingaréttum af ýmsu tagi. Mezzacorona Merlot hefur glatt margan manninn í stórveislum og segir það ýmislegt...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér