Súkkulaði Kókoskúlur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 250 gr DÖÐLUR
 • 30 gr KAKÓDUFT
 • 100 gr KÓKOSMJÖL
 • 100 gr HNETUR, hesil-
 • 1.5 msk Agave sýróp

Aðferð:

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél þar til þetta hangir vel saman. Hellið smá agave-sírópi út í þar til þetta er orðið þykkt og auðvelt að búa til litlar kúlur. Gott er að velta kúlunum upp úr kakódufti eða kókosmjöli, bræddu súkkulaði eða heimagerðu súkkulaði. Best er að geyma kúlurnar í frysti eða ísskáp. Þetta sælgæti er upplagt til þess að taka með sér í skólann eða vinnuna. Dúndur hollt! Og dúndur gott!

Hægt er að nota vatn í stað Agave síróps, en sírópið er betra.

Hægt að skipta út hesilhnetunum fyrir aðrar hnetur eða möndlur.

11. febrúar 2010

Kaloríur 561 28%
Sykur 5g 6%
Fita 33g 47%
Hörð fita 16g 80%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Súkkulaði Kókoskúlur
Mezzacorona Trentino Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Mezzacorona Trentino Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Hentar með súpum, fiskmeti eða grænmeti. Einnig gott sem fordrykkur. Eitt söluhæsta vínið á markaðnum þegar kemur að vali á vínum í stórveislur -...
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér