Ítalskar svínalundir
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 6 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 7 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 kg SVÍNALUNDIR, hráar
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 tsk SALT, Maldon-
 • 3 stk FENNEL FRÆ

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C. Snyrtið kjötið ef þess þarf og þerrið það aðeins með pappír, skerið þunnar rákir með beittum hníf í lundirnar og leggið þær í eldfast fat. 

Setjið fennel fræin, saltið og piparinn í mortel og merjið vel. Merjið hvítlaukinn og blandið honum saman við olíuna í litla skál, bætið kryddblöndunni þar út í og hrærið þessu saman.

Smyrjið svo kryddmaukinu á lundirnar og troðið svolitlu í rákirnar. Setjið kjötið í heitan ofninn og eldið í 45 mínútur.

Hellið olíunni sem safnast í skúffuna yfir lundirnar öðru hvoru. Látið svo kjötið jafna sig í um 5-10 mín áður en þið berið það fram.

Berið fram með ofnbökuðum kartöflubátum og salati.

Uppskrift fengin af yndisauki.is

Kaloríur 621 31%
Sykur 0g 0%
Fita 36g 51%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ítalskar svínalundir
Wyndham Bin 333 Pinot Noir
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 333 Pinot Noir
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Vínið er ljúffeng flétta af sætum rauðum berjum, kirsuberjum og jarðarberjum. Létt eik með vott af kanil sem spilar frábærlega með ávaxtaríku...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér