Grískur kjúklingaréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 dl HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 1 dl CAPERS
 • 0.5 dl OREGANO
 • 6 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 2 dl SVESKJUR
 • 1 dl STEINSELJA
 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 2 dl PÚÐURSYKUR
 • 2 tsk PIPAR, svartur
 • 1 dl ÓLÍFUR, grænar
 • 1 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 1.5 kg KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
 • 2 dl HVÍTVÍN, millisætt
 • 20 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 1 dl Edik, rauðvíns

Aðferð:

Kjúklingabitunum er raðað í frekar djúpt eldfast mót. Öllum vökva og öllu kryddi, fyrir utan steinseljuna, er hellt yfir kjúklinginn. Ólífum, capers, sveskjum, lárviðarlaufum og hvítlauksrifjum er raðað á milli kjúklingabitanna og svo er saltað og piprað rausnarlega. Látið kjúklinginn marinerast í leginum í a.m.k. 45 mín. (Það er í góðu lagi að marinera hann deginum áður en munið þá bara að láta hann standa inn í ísskáp!)

Púðursykrinum er svo stráð yfir áður en rétturinn er settur inn í 185°C heitan ofn í um 40-50 mín. eða þar til  sykurinn er bráðnaður og húðin á kjúklingnum stökk. Sáldrið ferskri steinseljunni yfir og berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Uppskrift fengin af yndisauki.is

Kaloríur 783 39%
Sykur 5g 6%
Fita 50g 71%
Hörð fita 13g 65%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grískur kjúklingaréttur
Campo Viejo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gengur afar vel með lambakjöti og þá einkum grilluðu. Einstaklega gott með tapasréttum og ostum í mýkri kantinum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér