Unaðslegt appelsínusalat
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 150 gr APPELSÍNUR
 • 60 ml APPELSÍNUSAFI, hreinn
 • 100 gr AVÓKADÓ
 • 6 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 40 gr SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 0.5 tsk SALT, Maldon-
 • 75 gr SALAT, Ruccola

Aðferð:

1. Afhýðið appelsínuna skerið húðina utan af hverjum báti. Þetta er maus en gerir allt miklu fallegra og betra.
2. Kreistið safann í skál, saltið og piprið og þeytið olíunni saman við.
3. Afhýðið og skerið avokadoið í grófa bita og hellið sítrónusafa yfir.
4. Setjið rucolað í skál og raðið appelsínunum og avokadoinu fallega á salatið.
5. Hellið dressingunni yfir.
6. Berið fram í ykkar fínasta pússi með kjöti……

Kaloríur 286 14%
Sykur 0g 0%
Fita 28g 40%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Unaðslegt appelsínusalat
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér