Gratíneraður fiskur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 tsk KARRÍ, duft
 • 4 msk MAYONNAISE
 • 2 dl MJÓLK, Létt-
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 2 dl HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 150 gr SPERGILL / ASPARGUS, niðursoðinn
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 2 stk PAPRIKA, græn
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 600 gr ÝSA, hrá
 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 stk BRAUÐ, snittu-

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið hrísgrjónin skv. leiðbeiningum á pakka.
 2. Fræhreinsið paprikur og skerið í teninga. Hitið olíu á pönnu með 1 tsk. af karrí. Mýkið paprikurnar aðeins í olíunni.
 3. Hrærið saman súrmjólk, majónes og 2 tsk. af karrí.
 4. Smyrjið eldfast mót og setjið soðin hrísgrjónin á botninn. Skerið fiskinn í hæfilega bita og raðið ofan á. Raðið paprikuteningum og aspas þar ofan á. Hellið karrísósunni yfir.
 5. Bakið í 200°C heitum ofninum í 30 mínútur.

Þú getur notað þorsk eða þann fisk sem þér finnst bestur í þennan rétt.
Berið fram með soðnum kartöflum, fersku salati og brauði.

Kaloríur 449 22%
Sykur 1g 1%
Fita 24g 34%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gratíneraður fiskur
Cape Spring Chenin Blanc
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Cape Spring Chenin Blanc
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Suður Afríka
 • Lýsing:
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér