Djöflaterta
Uppskrift fyrir

Innihald:


Kakan:

 • 105 gr EGGJAHVÍTUR, hænu-, hráar
 • 2 dl Vatn
 • 1 tsk VANILLUDROPAR
 • 4.5 dl SYKUR, STRÁSYKUR
 • 100 gr SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1.25 dl KAKÓDUFT
 • 5.25 dl HVEITI
 • 60 gr EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 1.5 tsk BÖKUNARSÓDI

Krem:

 • 125 gr SMJÖR
 • 100 gr SÚKKULAÐI, suðusúkkulaði
 • 75 gr FLÓRSYKUR
 • 2 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar

Súkkulaðihjúpur:

 • 200 gr SÚKKULAÐI, suðusúkkulaði

Aðferð:

Kakan

 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós.
 3. Bætið eggjarauðunum í einni í senn og hrærið vel á milli.
 4. Bætið dropunum í.
 5. Blandið saman hveiti, kakó, matarsóda og salt og bætið í smjörhræruna til skiptis við vatnið.
 6. Þeytið hvíturnar, bætið 3/4 bolla af sykri í og stífþeytið.
 7. Blandið varlega í hræruna með sleikju.
 8. Setjið í smurt og hveitistráð klemmuform, 24 cm í þvermál, og bakið í u.þ.b. 60 mín. Kælið.
 9. Takið úr forminu og kljúfið í tvennt. Kakan á að vera blaut.
 10. Setjið krem á milli og súkkulaðihjúp ofan á.

 

Krem

 1. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið.
 2. Hrærið smjörið þar til það verður létt og loftkennt (u.þ.b. 10 mín).
 3. Bætið eggjarauðunum í, einni í einu og hrærið vel í á milli. Bætið sykrinum út í. Hrærið í u.þ.b. 5 mín. Hrærið súkkulaðið saman við smjörkremið. Ef súkkulaðið er of heitt bráðnar smjörið og kremið eyðileggst.

 

Súkkulaðihjúpur

 1. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið örlítið (samt ekki of mikið það verður að vera aðeins volgt).
 2. Súkkulaðið smurt ofan og utan á kökuna með sleikju.

 

Uppskrift fengin af veitingastadir.is

Kaloríur 1078 54%
Sykur 68g 76%
Fita 76g 109%
Hörð fita 45g 225%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Djöflaterta
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér