Bakað lambalæri með graskeri, ró...
Uppskrift fyrir

Innihald:


Bérnaise-sósa:

 • 4 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 400 gr SMJÖR
 • 2 msk BERNAISSE ESSENSE
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ESTRAGON, lauf
 • 0.5 tsk SÓSA, Worchester-
 • 1 tsk KJÖTKRAFTUR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt

Grasker, rósakál og kryddjurtir:

 • 10 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk SALVÍA
 • 2 tsk TÍMÍAN
 • 400 gr GRASKER
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 2 tsk RÓSMARÍN, grein
 • 0.5 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 20 stk RÓSAKÁL, hrátt

Kartöflur:

 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 40 gr STEINSELJA

Kjötið:

 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk TÍMÍAN
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 2 tsk PIPAR, svartur

Aðferð:

Penslið lambalærið með olíu og kryddið með salti, pipar, hvítlauk og tímíani.

 

Setjið olíu í skál ásamt graskeri(skrælt, steinhreinsað og skorið í 1 cm þykkar sneiðar),
tímíani, rósmaríni, salvíu, hvítlauk(óskrældum), salti og pipar, blandið vel saman og setjið í ofnskúffu.
Leggið lambalærið ofan á og bakið í 180°C heitum ofni í 60-80 mín.
Bætið rósakáli(soðið í saltvatni í 3 mín. og síðan snöggkæld í köldu vatni)í ofnskúffuna og bakið í 10 mín. til viðbótar.

 

Setjið eggjarauður í skál og þeytið yfir heitu vatnsbaði þar til þær eru orðnar léttar og ljósar.
Hellið smjöri saman við í mjórri bunu og þeytið vel í á meðan.
Smakkið til með bérnaise-essens, fáfnisgrasi, kjötkrafti, worcestershire-sósu og salti og pipar.

 

Uppskrift fengin af lambakjot.is

Kaloríur 1440 72%
Sykur 2g 2%
Fita 123g 176%
Hörð fita 61g 305%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bakað lambalæri með graskeri, rósakáli og kryddjurtum
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér