Kjúklingasúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 2000 ml KJÚKLINGASOÐ
 • 10 gr ENGIFER
 • 10 gr CHILI Rauður
 • 3 dl RJÓMI, matreiðslurjómi
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 90 gr LAUKUR, hrár
 • 800 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 msk KARRÍ, duft
 • 6 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 180 gr GULRÆTUR, hráar
 • 300 gr EPLI
 • 3 msk KORIANDER

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið þær í smá olíu á pönnu og kryddið með sjávarsalti og pipar.
Setjið olíu í pott og steikið hvítlauk, chili-pipar, engiferrót, gulrætur, epli og lauk.
Kryddið með karrí og  bætið síðan kjúklingasoðinu saman við.
Látið sjóða i 10 mínútur.
Maukið súpuna með töfrasprota og bætið síðan matreiðslurjómanum út í.
Bragðbætið með salti og pipar.
Að lokum eru kjúklingabitarnir settir út í súpuna og fersku kóríander stráð yfir.
Berið súpuna fram með grófu brauði.

 

Uppskrift fengin af jsb.is

Kaloríur 446 22%
Sykur 4g 4%
Fita 16g 23%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklingasúpa
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér