Dönsk eplabaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 600 gr EPLI
  • 200 gr HVEITI
  • 200 gr ÍS, rjómaís, 10% fita
  • 2 tsk KANILL
  • 200 gr SMJÖR
  • 200 gr SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

Hnoðið vel saman hveiti, sykur og smjör. Þrýstið deiginu í botninn á bökuformi en skiljið svolítið eftir til að setja ofan á. Afhýðið eplin og skerið í þunnar sneiðar, blandið saman sykri og kanil og stráið yfir. Leggið afganginn af deiginu ofan á. Bakið við 180°C í 40 til 50 mínútur.

Berið fram með rjóma eða ís.

Einnig er mjög gott að nota helminginn af sykrinum og kókosmjöl á móti. Setja t.d. súkkulaðirúsínur, hnetur, rabarbara, súkkulaði eða smartís með eplunum.

Kaloríur 910 46%
Sykur 57g 63%
Fita 47g 67%
Hörð fita 26g 130%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Dönsk eplabaka
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér