Creme brulée með kókos og engifer
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 80 gr EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
  • 500 ml RJÓMI
  • 55 gr SYKUR, STRÁSYKUR
  • 3 tsk ENGIFER
  • 2 msk HRÁSYKUR
  • 20 gr KÓKOSFLÖGUR

Aðferð:

Hitið ofninn í 160 °C. Setjið rjóma, kókos og rifið engifer í pott og hitið upp að suðu, sigtið yfir í skál og hendið kókosnum og engiferinu. Þeytið saman eggjarauður og sykur í 5 mínútur yfir vatnsbaði, blandið svo rjómanum rólega út í og hrærið í yfir vatnsbaðinu í 10 mínútur. Hellið blöndunni í 4 suffleform sem taka 125 ml hvert. Raðið formunum í bakka og hellið sjóðandi vatni í bakkann þannig að það nái ¾ upp með mótunum. Bakið í 20–25 mínútur. Kælið. Stráið hrásykrinum yfir búðinginn og bræðið undir grilli eða með gasbrennara.

Kaloríur 617 31%
Sykur 22g 24%
Fita 55g 79%
Hörð fita 31g 155%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Creme brulée með kókos og engifer
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér