Bláberjaísterta
Uppskrift fyrir

Innihald:


Botn:

 • 35 gr DÖÐLUR
 • 3 msk Agave sýróp
 • 125 ml MÖNDLUR
 • 125 ml HNETUR, Cashew

Ísfylling:

 • 250 ml BLÁBER
 • 330 ml HNETUR, Cashew
 • 1 tsk VANILLUDROPAR
 • 250 ml UNDANRENNA
 • 0.25 tsk SALT, sjávarsalt
 • 4 msk KÓKOSFEITI
 • 125 ml Agave sýróp

Aðferð:

 • Leggið döðlur og hnetur/möndlur fyrir botninn í bleyti í nokkra klukkutíma (ef þið hafið tíma…betra fyrir matvinnsluvélina).
 • Leggið hnetur fyrir fyllinguna í bleyti í nokkra klukkutíma.
 • Hellið vatninu af hnetum og döðlum.
 • Setjið döðlur, agavesíróp og hnetur/möndlur í matvinnsluvél og blandið vel (ekki samt þannig að verði að mauki heldur fínkornótt).
 • Setjið plastfilmu í botninn á lausbotna kökuformi. Formið þarf að vera um 20cm í þvermál.
 • Þrýstið vel niður og jafnið botninn út.
 • Setjið möndlumjólk, bláber, agavesíróp, salt, vanilludropa og macadamia hnetur í matvinnsluvél og blandið mjög vel.
 • Bætið kókosfeitinni saman við og blandið vel.
 • Hellið í ísvél ef þið eigið slíka og frystið í um 30 mínútur.
 • Ef þið eigið ekki ísvél, hellið þá ísfyllingunni beint í formið og frystið. Það er ekki nauðsynlegt en er mjög gott fyrir áferðina.
 • Fjarlægið plastið undan kökunni þegar þið berið hana fram og setjið hana á disk.
 • Látið kökuna standa í ísskáp í nokkra klukkutíma eða þangað til hún er orðin nægilega mjúk til að skera hana.
 • Skreytið með bláberjum en einnig er krydduð bláberjasulta algjört sælgæti með.


Uppskrift fengin af cafesigrun.com

Kaloríur 1174 59%
Sykur 38g 42%
Fita 82g 117%
Hörð fita 23g 115%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bláberjaísterta
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér