Bauna- og túnfiskborgarar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 180 gr LAUKUR, vor-
 • 850 gr KJÚKLINGABAUNIR
 • 1 tsk CHILI Rauður
 • 30 gr Kóríander, lauf
 • 400 gr TÚNFISKUR, niðursoðinn í vatni
 • 20 gr STEINSELJA
 • 30 ml SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 tsk KÚMEN
 • 150 ml JÓGÚRT, hreint

Salat:

 • 50 gr TÓMATAR, Kirsuberja
 • 30 gr ÓLÍFUR, grænar
 • 30 gr HNETUR, Furu-
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT

Aðferð:

 • Setjið kjúklingabaunirnar og vorlaukinn í matvinnsluvél og maukið. Ekki samt mauka alveg í spað.
 • Bætið túnfisknum, vorlauknum, chillipiparnum, cumin, hvítlauk, sítrónusafa og corianderlaufunum út í, blandið í nokkrar sekúndur þannig að blandist allt vel saman án þess þó að verða að mauki.
 • Skiptið deiginu í 10-12 hluta og notið hendurnar til að búa til buffin.
 • Hitið í ofni í um 20-25 á hvorri hlið við um 200°C. Hitið lengur ef þið viljið harðari skorpu.

  Sósan:
 • Blandið saman jógúrti eða ab mjólk og fersku kryddi. Einnig er gott að setja hvítlauk út í ásamt smá pipar.

 • Berið fram með salati (t.d. spínati eða lambhagasalati, þurr ristuðum furuhnetum, kirsuberjatómötum, ólífum o.fl.).
 • Hægt er að nota Borlotti baunir eða Cannellini baunir í stað kjúklingabaunanna.

 

Uppskrift fengin af cafesigrun.com

Kaloríur 456 23%
Sykur 1g 1%
Fita 14g 20%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bauna- og túnfiskborgarar
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér