Lamb í kartöfluhjúp með rótargræ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 8 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 4 msk BRAUÐRASP
 • 1 stk Tómatar
 • 2 stk STEINSELJA
 • 1 msk SMJÖR, ósaltað
 • 0 SALT, borðsalt
 • 0 PIPAR, svartur
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk LAMBAHRYGGUR, með fitu, hrár
 • 1 stk KÍNAKÁL, hrátt
 • 1 stk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 3 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk GARÐABLÓÐBERG

Aðferð:

Sósa:

Verkið kjötið af hryggnum og hreinsið burt alla fitu. Höggvið beinin og brúnið þau í ofni.

Skerið eina gulrót, lauk og blaðlauk jafnt niður og grillið í potti með olíu og smjöri. Setjið beinin útí og sjóðið hægt í 3-4 klukkustundir.

Sigtið og sjóðið niður um 2/3. Þeytið smjör útí og kryddið.

Fille í kartöfluhjúp

Setjið vel af olíu á heita pönnu, bætið við smá salt.

Rífið skrældar kartöflurnar niður í strimla og kreistið út safann og sterkjuna.

Steikið kartöflunar á pönnu þangað til verða dökkar að neðan og halda sér vel saman.

Kartöfluhjúpurinn settur á hreint viskustykki til þerris.

Bætið brauðraspi út á og saltið og piprið.

Saxið steinseljuna smátt niður og veltið kjötinu upp úr henni.

Skerið hvert fillet í tvo hluta.

Leggið lambið kartöfluhjúpinn og vefjið með viskustykkinu.

Eldið í ofni við u.þ.b. 200°C í 2-3 mínútur og takið svo út og hvílið kjötið í 5 mínútur.

Tími inn í ofni er 6-8 mínútur.

Sneiðið afganginn af gulrótunum og kínahreðkunni niður eftir smekk Setjið í pott ásamt smjöri, sykri, salti og vatni.

Sjóðið þar til allur vökvi er farinn.

Kaloríur 87 4%
Sykur 1g 1%
Fita 4g 6%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lamb í kartöfluhjúp með rótargrænmeti og lambasafa
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér