Lambalæri - með rauðvínsperu & k...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk ANANAS, hrár
 • 1 dl ROMM
 • 1.5 stk LIME
 • 3.5 msk KÓKOSMJÖL
 • 1 stk LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 250 gr HRÁSYKUR

Kartöflu- og sveppagratín:

 • 1 stk STEINSELJA
 • 350 gr SVEPPIR, hráir
 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1.5 stk LAUKUR, Shallot-
 • 350 ml RJÓMI

Rauðvínssoðnar perur:

 • 375 ml RAUÐVÍN
 • 70 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 4 stk PERUR
 • 1 stk NEGULNAGLAR
 • 1 stk MYNTA
 • 1 stk KANILSTÖNG

Sósa:

 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1.5 msk SMJÖR

Aðferð:

Rífið limebörk útí kókos og saxið myntu útí. Nuddið saman.

Skerið ananas smátt og bakið í ofni í 25 mínútur á 150°C svo hann verði sætari.

Lagið lög úr bræddum hrásykri, rommi og limesafa. Smyrjið lærið með leginum og kryddið með salti og pipar.

Látið liggja í 2 klst.

Bakið lærið í ofni við 160°C í 60 - 70 mín. Takið það út, hellið soðinu í pott.

Látið kjötið hvíla í 20 mínútur. Hitið ofninn í 220°C.

Smyrjið þá lærið aftur með leginum og bakið í 10 - 15 mín.

Berið þá löginn aftur á lærið og stráið ananas, myntu og kókos yfir.


Kartöflu- og sveppagratín:

Skrælið og skerið kartöflur niður í teninga, forsjóðið.


Sneiðið sveppi og steikið í smjöri ásamt söxuðum hvítlauk og skarlottulauk.

Kryddið með saxaðri steinselju, salti og pipar.

Hellið rjómanum út á, setjið í eldfast mót og bakið í 15 - 20 mín við 170°C.


Rauðvínssoðnar perur


Sjóðið allt saman og setjið svo afhýddar perurnar út í og eldið að suðu í u.þ.b. 20 mín.

Kælið í vökvanum.


Sósa

Skerið gulrót, lauk og blaðlauk jafnt niður og steikið í potti með olíu og smjöri.

Hellið soðinu af lærinu út í og sjóðið nokkra stund.

Sigtið, bætið soðinu af perunum við.

Sjóðið niður um 2/3.

Þeytið smjör út í og kryddið með salti og pipar.

 

Uppskrift fengin af lambakjot.is

Kaloríur 879 44%
Sykur 80g 89%
Fita 49g 70%
Hörð fita 29g 145%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambalæri - með rauðvínsperu & kartöflugratíni
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér