Sjóræningjapylsur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk BRAUÐ, pylsubrauð
 • 100 gr OSTUR, Rifinn
 • 2 tsk OREGANO
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 dl BRAUÐMYLSNA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1.5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 400 gr NAUTAHAKK, ungnauta 8-12%fita hrátt
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 3 dl SÓSA, Chili

Aðferð:

Fyrst blandar maður öllu innihaldi uppskriftarinnar saman og blandar vel. 

Því næst formar maður uþb 8 pylsur (sem komast fyrir í pylsubrauði) og steikir á pönnu. 

Svo skvettir maður úr einni flösku Heinz chili sauce yfir pylsurnar þegar þær eru svo til steiktar.

 

Maður setur eina pylsu í hvert brauð ásamt smá af sósunni og setur brauðin á ofnplötu. 

Svo dreifir maður rifnum osti yfir hverja pylsu og setur inn í ofn og brúnar á 175°C hita í uþb 10 mínútur.

 

Innsend uppskrift

Kaloríur 278 14%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sjóræningjapylsur
Van Gogh Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Van Gogh Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Þýskaland
 • Lýsing: Ferskur Riesling sem ber með sér bragð af grænum eplum, apríkósum og ferskjum með léttum keim af límónu
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér