Innbakaður lax
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HUNANG
 • 20 gr EGGJARAUÐA
 • 2 msk SINNEP, Dijon
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 400 gr SMJÖRDEIG
 • 3 msk KONÍAK
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 600 gr LAX, eldislax, hrár

Rauðvínssósa:

 • 200 gr LAUKUR, Shallot-
 • 200 gr SMJÖR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1.25 dl RJÓMI
 • 1 dl RAUÐVÍN
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur

Aðferð:

 

Smyrjið laxinn með hunangi og sinnepi og kryddið hann með salti og pipar. Einnig má hella yfir hann smá koníaki ef vill. 

Þetta er látið marinerast í kæliskáp í 2 klst. Skerið fiskinn í fjórar hæfilega stórar sneiðar (bita).

Skafið mestan kryddlöginn af fiskinum og pakkið honum inn í smjördeigið (einn böggull á mann). 

Pennslið bögglana með eggjahrærunni og bakið við 180°C þar til þeir eru gullin brúnir. 

Forðist að opna ofninn á meðan bakstri stendur.

 

Rauðvínssósa:

Steikið laukinn við vægan hita. Hellið rauðvíninu yfir og látið sjóða niður. 

Bætið rjómanum út í og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti og pipar. 

Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu út í rétt áður en laxinn er borinn fram.

 

Kaloríur 1395 70%
Sykur 3g 3%
Fita 100g 143%
Hörð fita 40g 200%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Innbakaður lax
Frontera Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Frontera Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar vel með skelfiski og fiski með mildri sósu. Frábært vín í sumarbústaðinn, veisluna og útileguna
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér