Glóðuð lúða með rækjusósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 tsk PIPAR, Sítrónu-
 • 1 dl RÆKJUR
 • 1 msk MATAROLÍA
 • 4 dl MJÓLK, Létt-
 • 0.25 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 0.5 stk STEINSELJA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 msk OSTUR, smurostur, 6% fita, hreinn
 • 900 gr LÚÐA, smálúða, hrá
 • 3 msk SÓSUJAFNARI

Aðferð:

1. Leggið hreinsuð flökin á smurðan álpappír eða í smurt ofnfast fat.
2. Penslið með olíu og sáldrið pipar eða sítrónupipar yfir.
3. Látið bíða meðan sósan er gerð.

Sósa:
4. Hitið mjólkina og grænmetiskraftinn að suðu. Bræðið smurostinn í mjólkinni
5. Jafnið sósuna með sósujafnara.
6. Bætið sítrónupipar í eftir smekk.
7. Setjið rækjurnar út í sósuna rétt áður en hún er borin fram og skreytið með steinselju.

Fiskurinn:
8. Sáldrið salti yfir fiskinn og setjið undir glóð í miðjan ofn og glóðið þar til hann hefur fengið fallegan lit og er gegnsteiktur í um það bil 5 - 7 mínútur.

Meðlæti:
Berið fram með soðnum kartöflum og grænmeti í sinnepslagi.

Kaloríur 544 27%
Sykur 0g 0%
Fita 29g 41%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Glóðuð lúða með rækjusósu
Tommasi Romeo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Romeo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Með ljúfan angan af cappuchino gefa ljúffeng og sæt kirsuber fögur fyrirheit sem er fylgt eftir með undirliggjandi súkkulaðitón. Fínlegt og fágað...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér