Steinbítur að austurlenskum hætti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk GULRÆTUR, hráar
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk ENGIFER
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 800 gr STEINBÍTUR, hrár
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 1 stk JÖKLASALAT, ÍSSALAT
 • 2 msk HVEITI
 • 2 msk HUNANG
 • 2 dl Soy sauce

Aðferð:

Flökin eru skorin í strimla, skerið lauk og gulrætur smátt og mýkið í smjöri á pönnu, setjið fiskinn á pönnuna og stráið hveiti yfir. Kryddið með salti, pipar og karrí. Setjið hvítlauk og engiferrót (ekki engifer) saman við, síðan soyasósu og hunangi ásamt jöklasalati smátt skornu bætt út í og blandað vel saman. Látið krauma vel á pönnunni í 2 mín. Bætið vatni út í ef með þarf.

Borið fram með hrísgrjónum.

Kaloríur 391 20%
Sykur 0g 0%
Fita 7g 10%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Steinbítur að austurlenskum hætti
Tommasi Soave Classico Le Volpare
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Soave Classico Le Volpare
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Gott með sjávarfangi, t.d. rækjum, kræklingi og hörpuskel en einnig frábært með grilluðum kjúklingi. Tommasi Soave hefur verið lengi á markaðinum...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér