Katalónskur saltfiskur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 75 gr BEIKON, steikt
 • 800 gr SALTFISKUR, hrár, útvatnaður
 • 0 SALT, borðsalt
 • 1 stk RÓSMARÍN, grein
 • 1 dl RAUÐVÍN
 • 0 PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 100 gr MÖNDLUR
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 3 msk JURTAOLÍA, ÍSÍÓ4, D vítamínbætt
 • 2 stk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 0 HVEITI
 • 5 stk Tómatar

Aðferð:

Skerið saltfiskinn í jafna bita og veltið honum upp úr hveiti og steikið í vel heitri ólifuolíu, Leggið fiskinn síðan í fat og kryddið með svörtum pipar. Steikið síðan beikonið, laukinn, hvítlaukinn og paprikurnar í ólifuolíu í ca. 3-4 mínútur. Bætið rósmarínlaufunum og rauðvíninu saman við og látið suðuna koma upp og hellið síðan soðinu saman við, látið sjóða í 8-10 mín.

Skerið tómatana í tvennt og fjarlægið kjarnana með skeið. Skerið tómatkjötið í litla teninga. Þurristið möndluspænina og malið í matvinnsluvél. Þegar sósan er soðin er tómatbitunum og möndlunum bætt út í, 3 dl af fisksoði á að væta í sósuna. Áður er rétturinn er borinn fram og upplagt að setja sósuna í eldfast mót og raða saltfiskstykkjunum ofan á. Setjið mótið inn í 200°C heitan ofn í nokkrar mínútur.

Berið fram með fersku salati og brauði og e.t.v. pínulítilli kartöflumús.

Kaloríur 501 25%
Sykur 0g 0%
Fita 36g 51%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Katalónskur saltfiskur
 Arthur Metz - Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Arthur Metz - Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér