Balsamic laxasalat
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 250 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 msk OREGANO
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 msk BASIL
 • 2 msk BALSAM EDIK
 • 1 msk STEINSELJA
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 400 gr LAX, eldislax, hrár
 • 1 msk SÓSA, Teriaky

Aðferð:

Sjóðið kartöflubitana í lokuðum potti þar til mjúkir – c.a. 20 mínútur.
Blandið saman teriyaki sósunni, hvítlauknum og steinseljunni í skál. Hitið grillpönnu og notið örlítið „low fat” sprey á pönnuna ef þess er þörf.
Setjið laxinn á pönnuna og snúið roðinu niður. Penslið teriyaki blöndunni á laxinn og gegnsteikið hann án þess að snúa honum c.a.  8-10 mínútur.
Blandið saman salatinu, basilíkunni, oreganóinu, ólífuolíunni og balsamic gljáanum og hrærið létt saman.
Skiptið salatinu og kartöflunum á tvo diska og setjið laxastykki ofan á.
Kreistið smá sítrónu yfir laxinn og stráið örlitlu af nýmöluðum svörtum pipar ofaná.
Berið fram og njótið.

Kaloríur 297 15%
Sykur 2g 2%
Fita 19g 27%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Balsamic laxasalat
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér