Grænmetislasagna
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 125 gr BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 dl OSTUR, Rifinn
 • 1 tsk OREGANO
 • 250 gr LASANJA PLÖTUR
 • 4 gr GRÆNMETISKRAFTUR
 • 0.5 dl Vatn
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 150 gr SPERGILKÁL, hrátt
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 140 gr PAPRIKA, rauð
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 4 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 120 gr GULRÆTUR, hráar
 • 150 gr BLÓMKÁL, hrátt
 • 240 gr BRAUÐ, snittu-

Aðferð:

Þvoið grænmetið, flysjið gulrætur og skerið í bita, skerið kálið í hríslur, blaðlaukinn og sveppina í sneiðar og paprikuna í þunnar ræmur.
Steikið sveppina í örlítilli olíu og saltið og piprið og setjið síðan á disk. Steikið hvítlaukinn og setjið á disk með sveppunum.
Linið blaðlaukinn og paprikuna á pönnunni. Bætið þá öllu hinum grænmetinu út í og smá olíu og linið í stutta stund.
Bætið þá tómötunum, kryddinu, súputeningnum og vatninu út i og látið malla í nokkrar mínútur.
Setjið í eldfast fat þannig að grænmetissósan sé neðst og svo til skiptis lasagna plötur og sósa. (Tvö lög af lasagna og þrjú af sósu).
Stráið rifna ostinum yfir og bakið við 190°C í 30 mín.
Í hverjum skammti eru 237 hitaeiningar og ríkuleget magn af A- og C-vítamini.

 

Berið fram með volgu heimabökuðu eða keyptu brauði.

 

Ath. Í þessa uppskrift má einnig nota frosna grænmetisblöndu sem fæst í stórmörkuðum.  Þá er uppskriftin mjög fljótleg. Einnig er hægt að setja kotasælu á eftir grænmetissósunni áður en lasagna blað er sett á milli og/eða bæta við 300 g af nautahakki í grænmetissósuna.

Kaloríur 408 20%
Sykur 0g 0%
Fita 14g 20%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmetislasagna
Tommasi Le Rosse Pinot Grigio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Le Rosse Pinot Grigio
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Pinot Grigio og eins og það gerist best á Ítalíu. Hentar mjög vel með flestum sjávarréttum og einnig stórgott með kjúklingi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér