Baka með reyktum laxi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 240 gr BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT

Baka:

 • 0.5 tsk OREGANO
 • 80 gr SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 75 gr SMJÖR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 150 gr HVEITI

Fylling:

 • 1 dl RJÓMI
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 50 gr SVEPPIR, hráir
 • 100 gr LAX, reyktur
 • 160 gr Tómatar
 • 110 gr EGG, hænuegg, hrá
 • 150 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

Bakan:

 

Blandaðu öllu vel saman og þrýstu á botninn og með hliðunum á smurðu smelluformi. Pikkaðu í bökubotninn á nokkrum stöðum með gaffli áður en þú setur fyllinguna í.

 

Fylling:

Hitaðu ofninn í 200 gráður. Settu laxabitana, sveppi, tómata og rifinn ost á bökubotninn. Hrærðu egg og rjóma vel saman og kryddaðu með svörtum pipar. Helltu eggjablöndunni ofan á botninn og bakaðu bökuna í um 40 mínútur áður en þú berð hana fram með fersku salati og góðu brauði.

Kaloríur 623 31%
Sykur 0g 0%
Fita 31g 44%
Hörð fita 15g 75%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Baka með reyktum laxi
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér