Djúpsteiktur steinbítur.
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 250 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
  • 800 gr STEINBÍTUR, hrár
  • 200 gr BLANDAÐ SALAT

Orlydeig:

  • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
  • 3 dl HVEITI, próteinríkt
  • 0 PAPRIKUDUFT
  • 2 dl PILSNER
  • 0 SALT, borðsalt
  • 1 dl MATAROLÍA

Aðferð:

Steinbítur skorinn í hæfilega litla bita og djúpsteiktur í orlydeigi. Borinn fram með hrísgrjónum, frönskum kartöflum og fersku salati. Fyrir þá sem vilja má nota kokteilsósu með.

Orlydeig:

Hrærið saman olíu, pilsner, egg og vatni. Kryddið með salti og paprikudufti. Hrærið hveiti út í. Látið standa í 10-15 mín. Gott að rífa parmesanost yfir deigið.

Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Matartónar

Kaloríur 476 24%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Djúpsteiktur steinbítur.
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér