Djúpsteiktar saltfiskbollur
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 4 stk EGG, hænuegg, hrá
  • 2 stk HVÍTLAUKUR, hrár
  • 0.5 tsk PIPAR, svartur
  • 0.5 tsk SALT, borðsalt
  • 500 gr SALTFISKUR, hrár
  • 50 gr SMJÖR, ósaltað
  • 2 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
  • 0.5 tsk ENGIFER

Aðferð:

Kartöflurnar soðnar í léttsöltuðu vatni þar til þær eru meyrar en síðan er vatninu hellt af þeim og þær stappaðar með smjörinu. Stappan krydduð með hvítlauk, pipar og salti. Setjið fiskinn í pott með köldu vatni, það hitað að suðu og þegar það bullsýður er potturinn tekinn af hitanum og látinn standa í 2-3 mínútur. Þá er fiskurinn tekinn upp úr, roðflettur og losaður sundur í flögur, hrærið saman við kartöflustöppuna. Þeytið eggin vel í skál og hrærið rösklega saman við fiskstöppuna. Olía hituð í 190°C. Litlar bollur mótaðar úr farsinu með tsk. og steiktar í 10-15 mínútur í senn, þar til þær eru gullinbrúnar á öllum hliðum. Síðan eru þær teknar upp úr með gataspaða og haldið heitum. Berið fram með ídýfu að vild.

Kaloríur 225 11%
Sykur 0g 0%
Fita 11g 16%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Djúpsteiktar saltfiskbollur
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér