Sörur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 140 gr EGGJAHVÍTUR, hænu-, hráar
 • 237 gr FLÓRSYKUR
 • 260 gr MÖNDLUR

Krem:

 • 80 gr EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 1.5 msk KAKÓDUFT
 • 260 gr SMJÖR
 • 120 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 dl Vatn

Aðferð:

Hakkið möndlurnar í möndluduft og blandið saman við flórsykurinn.
Stífþeytið hvíturnar og blandið mjög varlega saman við möndlublönduna.
Setjið deigið á plötu með teskeiðum og bakið við 180° í c.a 13 mín.

 

Krem:

Hitið vatn og sykur að suðu og sjóðið þar til suðan fer að þykkna (116°) þeytið eggjarauðurnar á meðan.
Hellið sykursuðunni saman við þeytinguna í mjórri bunu, þeytið svo áfram þar til rauðurnar hafa tvöfaldast.
Setjið þá kakó og smjör saman við og vinnið með sleif eða höndum rólega saman í gott smjörkrem.
Setjið kremið yfir kalda botnana og kælið. Hjúpið svo með góðu súkkulaði.

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel á Stöð 2, 10 desember 2009

Kaloríur 1339 67%
Sykur 89g 99%
Fita 96g 137%
Hörð fita 35g 175%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sörur
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært eitt og sér en hentar sérstaklega vel með sjávarréttum af ýmsu tagi. Silungur og bleikja passa einnig vel með sem og salöt og kjúklingur.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér