Súkkulaðihúðaðir jólastubbar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, hrein
 • 3 dl HVEITI
 • 175 gr SMJÖR
 • 1 dl SYKUR, STRÁSYKUR
 • 2 dl HNETUR, hesil-

Skraut:

 • 50 gr SÚKKULAÐI, dökkt

Aðferð:

Smjörið og sykurinn er hrært saman. Fínsöxuðum hnetunum blandað í og síðan er hveitið og mjólkin sett út í hræruna til skiptis. Deigið er hnoðað létt og rúllað út í fingurþykkar lengjur sem eru látnar standa og kólna um stund. Skornar niður í 5 cm langa bita og kökurnar bakaðar í ofninum miðjum í u.þ.b. 10 mínútur á 175-200°C. Látnar kólna um stund.

Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og öðrum enda hverrar köku stungið í það.

Uppskrift fengin úr desemberblaði Fréttablaðsins 2007

Kaloríur 462 23%
Sykur 6g 7%
Fita 44g 63%
Hörð fita 23g 115%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Súkkulaðihúðaðir jólastubbar
Tommasi Lugana
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Lugana
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Ljúfir og seiðandi kryddtónar með undirliggjandi suðrænum ávöxtum. Fer einkar vel með sjávarréttum, hvítu kjöti og léttum réttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér