Nautapottréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 165 gr ANANAS, niðursoðinn
 • 2 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 400 gr SVEPPIR, hráir
 • 20 gr SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 500 ml RJÓMI
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 140 gr PAPRIKA, rauð
 • 140 gr PAPRIKA, gul
 • 1.5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 kg NAUTAKJÖT, millifeitt, steikt
 • 90 gr LAUKUR, hrár
 • 2 tsk KARRÍ, duft
 • 20 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 120 gr GULRÆTUR, hráar
 • 2 dl HRÍSGRJÓN, BASMATI

Aðferð:

Skerið kjötið niður í litla bita, brúnið kjötið á pönnu í smjöri og olíu, stráið karrídufti yfir ásamt salt og pipar.
Skerið grænmetið niður í hæfilega stærð og steikið á pönnu.
Allt er sett í stórann pott og blandað saman við tómat og rjóma.
Látið malla við vægan hita þar til kjötið er orðið meyrt, ca. 45 mín.
Ananas er settur út í síðast og hitaður með. Kryddið í restina með salt og pipar og smakkið til sósuna.

Gott með hrísgrjónum.

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel.

Kaloríur 1114 56%
Sykur 4g 4%
Fita 80g 114%
Hörð fita 40g 200%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Nautapottréttur
Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært með nautasteikinni en einnig gott með lambi og villibráð. Sérlega gott með kröftugum grillmat. Shiraz er að verða ein vinsælasta þrúgan á...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér