Ítölsk lambasvið í krydduðu raspi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 300 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 75 gr RÚNNSTYKKI
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 150 gr STEINSELJA
 • 800 gr SVIÐ, soðin
 • 1 tsk OREGANO
 • 5 msk OSTUR, Parmesan-

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Raðið sviðakjömmunum í eldfast fat sem penslað hefur verið með örlítilli olíu.
Rífið niður rúnnstykkið og setjið það í matvinnsluvél ásamt kryddjurtum, osti og salti eftir smekk.
Látið vélina ganga þar til brauðið er orðið að mylsnu.
Dreifið mylsnunni þá jafnt yfir sviðin og dreypið ólífuolíu yfir allt saman.
Setjið í ofninn og steikið í um 1 klukkustund, eða þar til sviðin eru meyr og brauðmylsnan er stökk og hefur tekið góðan lit.
Berið fram t.d. með soðnum kartöflum.

Uppskrift fengin af lambakjot.is

Kaloríur 929 46%
Sykur 0g 0%
Fita 70g 100%
Hörð fita 25g 125%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ítölsk lambasvið í krydduðu raspi
Raimat Abadia Crianza
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Raimat Abadia Crianza
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Frábær blanda af þremur þrúgum gerir vínið mjög spennandi kost. Raimat Abadia er vín sem hentar við flest tækifæri.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér