Hnetubar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1.5 dl RJÓMI, þeytirjómi

Botn:

 • 2 msk FLÓRSYKUR
 • 1 msk Vatn
 • 175 gr HVEITI
 • 115 gr SMJÖR

Fylling:

 • 50 gr HRÁSYKUR
 • 50 gr SMJÖR
 • 110 gr EGG, hænuegg, hrá
 • 2 msk RJÓMI
 • 80 gr HUNANG
 • 200 gr HNETUR, valhnetur
 • 100 gr HNETUR, hesil-

Aðferð:

Botn:

Vinnið saman í hrærivélaskál þar til deigið verður að dufti. Hnoðið svo í höndum á borði, rúllið deigið út með mikið af hveiti undir.
Setjið deigið í ca. 24 cm form, setjið smjörpappír ofaná deigið og fyllið upp með grjónum, blindbakið í 10 mín við 190°C hita.
Takið þá grjónin frá og bakið áfram í 5 mín.

 

Fylling:

Saxið hneturnar gróft niður og setjið yfir deigið, bræðið smjör og blandið því saman við restina og hrærið vel saman.
Hellið yfir hneturnar og bakið við 180°C í ca. 25 mín. Kælið og skerið niður, bakan er mjög góð ylvolg með þeyttum rjóma.

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel.

Kaloríur 1164 58%
Sykur 21g 23%
Fita 88g 126%
Hörð fita 26g 130%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hnetubar
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér