Hátíðarauðkál
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 dl EDIK
 • 300 gr EPLI
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 kg RAUÐKÁL, hrátt
 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 2 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 0.5 dl Vatn

Aðferð:

Þvoið, hreinsið og skerið rauðkálið frekar gróft.
Þvoið svo eplin og skrælið þau og kjarnahreinsið, skerið í bita.
Hitið olíuna og léttsteikið rauðkálið. Annars er líka hægt að setja það beint í pottinn og bræða sumir smjör saman við síðustu mínúturnar í stað þess að léttsteikja. Smjörið storknar hins vegar þegar kálið kólnar.
Bætið eplum, vatni, ediki og salti saman við og látið sjóða við vægan hita í 40-50 mínútur í potti. Fylgist vel með og hrærið öðru hvoru.
Bætið sykri saman við þegar 10 mínútur eru eftir og smakkið til með salti eða ediki.
Þeir sem vilja geta sett kúmen saman við.
 
Uppskrift fengin úr desemberblaði Fréttablaðsins 2007

Kaloríur 221 11%
Sykur 7g 8%
Fita 12g 17%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hátíðarauðkál
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Jacob´s Creek Merlot er vín sem hentar flestum og nýtur sín best með mat í einfaldari kantinum. Hvers manns hugljúfi.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér