Grillaðar karríkryddaðar kótelettur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 5 gr CAYENNE PIPAR
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 24 gr LAUKUR, hrár
 • 1040 gr LAMBAKÓTILETTUR, hráar
 • 2 tsk KARRÍ, duft
 • 90 gr JÓGÚRT, hreint
 • 240 gr TÓMATAR, Kirsuberja

Aðferð:

Kótiletturnar settar í eldfast fat. Allt hitt nema saltið þeytt saman í matvinnsluvél eða blandara (einnig má saxa laukinn og hvítlaukinn smátt og hræra saman við jógúrtina og kryddið) og hellt yfir.
Plast breitt yfir og látið standa í kæli í a.m.k. 6 klst, eða í allt að tvo sólarhringa; snúið öðru hverju.
Síðan er grillið hitað. Kótiletturnar teknar úr leginum og hann skafinn vel af þeim. Saltaðar og síðan grillaðar við góðan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk.
Bornar fram t.d. með soðnum hrísgrjónum og tómatsalati, og e.t.v. sítrónu-jógúrtsósu.

Uppskrift fengin af lambakjot.is

Kaloríur 1005 50%
Sykur 4g 4%
Fita 75g 107%
Hörð fita 36g 180%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaðar karríkryddaðar kótelettur
Sunrise Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Eitt vinsælasta flöskuvín íslands og vín sem að gott er að njóta í góðra vina hópi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér