Blaðlaukssúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 8 stk BLAÐLAUKUR, hrár
  • 2 dl DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, hrein
  • 1 msk HVEITI, próteinríkt
  • 100 gr OSTUR, smurostur, 6%, m. grænmeti
  • 0 PIPAR, svartur
  • 0 SALT, borðsalt
  • 100 gr SMJÖR
  • 10 dl KJÚKLINGASOÐ

Aðferð:

Þvoið og skerið blaðlaukinn í sneiðar. Látið hann krauma í 3/4 af smjörinu í 10-15 mín, eða þar til hann er mjúkur án þess að brúnast. Hellið kjúklingasoðinu út í og kryddið með salti og pipar. Látið malla undir loki í 10-15 mín. Setjið innihald pottsins í blandara í nokkrar sek. Bræðið það sem eftir er af smjörinu og hrærið hveitinu saman við. Bætið mjólkinni út í og loks blaðlauksþykkninu. Látið sjóða í 3-5 mín. Bætið ostinum út í og látið hann bráðna.

Má frysta, þá sett í plastfötu. Látin þiðna í 12 klst. áður en hún er hituð upp að suðu. Þynnið súpuna ef þarf með kjúklingasoði.

Kaloríur 233 12%
Sykur 0g 0%
Fita 22g 31%
Hörð fita 12g 60%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Blaðlaukssúpa
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér