Grafið lamb með rauðrófusósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 msk DILL, þurrkað
 • 3 dl SALT, Maldon-
 • 1 msk BASIL
 • 1 msk TÍMÍAN
 • 2 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 0.5 msk SINNEP
 • 1 msk Rósapipar
 • 500 gr LAMBAfille, hrátt
 • 1 msk RÓSMARÍN, grein

Rauðrófusósa:

 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1.5 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 2 msk BALSAM EDIK
 • 1 msk SINNEP, Dijon
 • 1 msk HUNANG
 • 2 msk RAUÐBEÐUSAFI
 • 1 tsk SÓSA, Worchester-
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt

Aðferð:

Blandið saman salti, sykri og nítritsalti og hyljið lambafillet með blöndunni. Geymið við stofuhita í 3 1/2-4 klst. og skolið þá saltblönduna af. Blandið öllu kryddi saman og veltið kjötinu upp úr því. Geymið kjötið í kæli yfir nótt. Kjötið geymist vel í kæli í 7 daga.

 

Sósan:

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið olíunni saman við í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan með písk. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með rauðrófusósunni og blönduðu salati.

 

Uppskrift fengin af lambakjot.is

Kaloríur 315 16%
Sykur 11g 12%
Fita 14g 20%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grafið lamb með rauðrófusósu
Campo Viejo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gengur afar vel með lambakjöti og þá einkum grilluðu. Einstaklega gott með tapasréttum og ostum í mýkri kantinum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér