Bláberjakaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 150 gr BLÁBER
 • 175 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 60 gr SMJÖR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 2 tsk LYFTIDUFT
 • 225 gr HVEITI
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 125 ml DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, hrein
 • 0.5 tsk VANILLUDROPAR

Toppur:

 • 0.5 tsk KANILL
 • 70 gr HVEITI
 • 60 gr SMJÖR
 • 120 gr SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

Vinnið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, setjið egg saman við og vinnið vel saman.
Setjið þá mjólkina saman við ásamt þurrefnum og vinnið í gott deig.
Setjið bláber saman við með sleif, setjið deigið í ca. 24 cm form.

Toppur:

 

Setjið allt saman í skál og hnoðið með höndum, þetta á að vera þurrt og með smá kögglum, sáldrið þessu yfir kökuna.
Bakið við 190°C í ca. 45 mín.

Kakan er góð ylvolg með þeyttum róma.

 

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel.

Kaloríur 807 40%
Sykur 74g 82%
Fita 25g 36%
Hörð fita 14g 70%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bláberjakaka
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér