Frosin ostakaka með rifsberjum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 tsk VANILLUDROPAR
 • 6 gr MATARLÍM
 • 200 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 400 gr RIFSBER
 • 2 dl RJÓMI
 • 125 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 120 gr SÍTRÓNUR

Botn:

 • 125 gr SMJÖR
 • 0.5 dl SHERRY, millisætt
 • 200 gr KEX, hveiti-/hafrakex

Aðferð:

Gott er að búa til þessa ostaköku í Tupperware ísformi og byrja á að strá frosnum berjum í botninn. Síðan kemur ostakremið. Láta það aðeins stífna og setja síðan kexblönduna ofan á. Þetta er fryst og tekið út tveimur til þremur klukkustundum fyrir notkun en kökunni er hvolft frosinni á disk.

 

Rjómaostakrem:

Þeytið rjómaost og sykur saman ásamt rifnum sítrónuberkinum. 

Leysið matarlím upp í volgum sítrónusafa og blandið varlega út í ostahræru.
Blandið þeyttum rjóma loks varlega saman við ásamt vanilludropum.

 

Botn:

Blandið öllu saman.


Uppskrift fengin úr jólablaði Fréttablaðsins 2008

Kaloríur 799 40%
Sykur 40g 44%
Fita 48g 69%
Hörð fita 25g 125%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Frosin ostakaka með rifsberjum
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér