Fljótlegt indverskt lambakarrí
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 6 gr HVÍTLAUKUR, hrár
 • 1 msk GARAM MASALA, Krydd
 • 1 tsk ENGIFER
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 ml Vatn
 • 120 gr NANBRAUÐ
 • 90 gr LAUKUR, hrár
 • 700 gr LAMBAFRAMPARTUR, fitusnyrtur, hrár
 • 1 tsk KÚMEN
 • 0.5 tsk KANILL
 • 3 msk JURTAOLÍA, ÍSÍÓ4, D vítamínbætt
 • 180 gr JÓGÚRT, hreint
 • 0.25 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

Skerið kjötið í litla teninga. Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og brúnið kjötið við góðan hita.
Takið það svo upp með gataspaða og setjið á disk.
Setjið laukinn á pönnuna og steikið hann í 4-5 mínútur en látið hann ekki brenna.
Bætið hvítlauknum á pönnuna og steikið í 1 mínútu í viðbót. Hrærið öllu kryddinu saman við.
Setjið svo kjötið aftur á pönnuna, hellið vatninu yfir, hitið að suðu og látið malla í 15-20 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt og sósan þykk.
Hitið á meðan brauðið í ofni (gott að pensla það með svolítilli olíu og strá e.t.v. örlitlu kryddi á það) og berið það síðan fram með kjötinu, e.t.v. ásamt fersku, niðurskornu grænmeti og hreinni jógúrt.

Uppskrift fengin af lambakjot.is

 

Kaloríur 637 32%
Sykur 0g 0%
Fita 46g 66%
Hörð fita 19g 95%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fljótlegt indverskt lambakarrí
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér