Humarsúpa Úlfars
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 250 gr HUMAR, hrár
 • 5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1500 ml Vatn
 • 0.5 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 2 stk SVEPPIR, hráir
 • 50 gr SMJÖRLÍKI, Ljóma
 • 3 msk SMJÖR
 • 2 dl RJÓMI
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 0.5 stk LAUKUR, hrár
 • 0.5 tsk KARRÍ, duft
 • 2 dl HVÍTVÍN, þurrt
 • 50 gr HVEITI
 • 1 stk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

Kljúfið humarhalana, fjarlægið görnina og takið fiskinn úr skelinni. Setjið skelina í pott og steikið í smjörlíki í 3 mín. við vægan hita.

Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið niður ásamt sveppum. Bætið lauk, sveppum, tómat þykkni, paprikuduftu, karríi og hvítlauk út í og steikið áfram í 1-2mín.

Setjið hvítvín, vatn, fiski- og kjötkraft út í og sjóðið áfram í 30-45 mín.

Sigtið soðið og þykkið síðan með smjörbollu (50 gr. smjörlíki og 50 gr. hveiti).

Hellið rjóma út í og hrærið í pottinum. Áður en súpan er borin fram eru þrír hráir humarhalar settir í hvern disk.

Ef humarhalarnir eru stórir, kljúfið þá og hafið á þykkt við grannan kvenmannsfingur. Hellið heitir súpunni yfir humarinn sem soðnar í heitir súpunn.

Kaloríur 285 14%
Sykur 0g 0%
Fita 22g 31%
Hörð fita 11g 55%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Humarsúpa Úlfars
Cape Spring Chenin Blanc
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Cape Spring Chenin Blanc
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Suður Afríka
 • Lýsing:
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér