Hunangsgljáður Hamborgarhryggur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 1.5 kg HAMBORGARHRYGGUR, hrár
 • 4 stk NEGULNAGLAR
 • 10 stk PIPARKORN, Græn
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 dl RAUÐVÍN
 • 2000 ml VATN, drykkjarvatn

Hunangsgljái:

 • 2 msk SINNEP, Dijon
 • 1 msk EDIK
 • 2 msk PÚÐURSYKUR
 • 2 msk HUNANG

Rauðvínssósa:

 • 1 dl RJÓMI
 • 40 gr SMJÖRLÍKI, Akra
 • 1 dl RAUÐVÍN
 • 7 dl KJÖTSOÐ
 • 1 stk KJÖTKRAFTUR
 • 1 msk RIFSBERJAHLAUP
 • 1 msk Edik, rauðvíns

Aðferð:

 • Setjið hamborgarhrygginn í vatn ásamt víni, gróft söxuðu grænmeti, pipar og negul. Látið suðu koma rólega upp og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.
 • Takið hrygginn úr soðinu og látið kólna í 20 mín.

Hunangsgljái:

 • Blandið hráefnunum í hunangsgljáann og penslið hrygginn með honum. Setjið í 180°C heitan ofn í 15 mín.
 • Berið fram með rauðvínssósu, brúnuðum kartöflum og rauðkáli.

Rauðvínssósa:

 • Fleytið og sigtið soðið. Látið suðuna koma upp.
 • Lagið smjörbollu úr smjörlíki og hveiti. Hrærið soðið rólega út í.
 • Bætið út í rauðvíni, ediki, rjóma og hlaupi. Látið sjóða í nokkrar mín.
 • Bragðbætið með svínakjötskrafti ef þurfa þykir.
Kaloríur 979 49%
Sykur 10g 11%
Fita 73g 104%
Hörð fita 30g 150%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hunangsgljáður Hamborgarhryggur
Tommasi Bardolino
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Bardolino
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Rúbínrautt með áleitnum kirsuberja angan. Ávaxtaríkt og líflegt með meðalfyllingu, sæt kirsuber í forgrunni. Frábært með léttum ítölskum réttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér