Klúbbsamloka
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk BEIKON, hrátt
 • 4 stk Ostur, sneið-stór sneið, 17 % fita
 • 4 stk Ananas, sneið
 • 2 stk Tómatar
 • 5 msk SMJÖR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 300 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 720 gr BRAUÐ, franskbrauð
 • 300 gr Klettasalat

Aðferð:

Setjið smjör á pönnuna og steikið kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið af pönnunni og skerið í bita. Steikið beikonið. Skolið tómatana og skerið í sneiðar. Ristið brauðið. Smyrjið brauðsneiðarnar með smávegis smjöri. Takið 4 brauðsneiðar og setjið salatblað, tómat, ost og bacon á hverja sneið. Setjið brauðsneið ofaná, setjið á það salat, kjúkling og ananas setjið svo aðra brauðsneið ofaná. Skerið brauðið í þrihyrninga og berið fram með salati.

Kaloríur 666 33%
Sykur 1g 1%
Fita 21g 30%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Klúbbsamloka
Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Rompicollo Pogio al Tufo er enn ein skrautfjöðurin í vínflóruna frá Tommasi. Nú hafa þeir fært út kvíarnar og eru farnir að fjárfesta í vínekrum í...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér